Stefnir á

samfélag án sóunar

Scroll to explore
Location - Reykjanes - Iceland

Auðlindagarðurinn

HS Orka rekur nú tvö orkuver í Svartsengi og á Reykjanesi. Kjarnastarfsemi þeirra hefur verið í framleiðslu á rafmagni og heitu vatni. Vegna heppilegrar staðsetningar og einstakra aðstæðna er mögulegt að nýta afgangsstrauma frá orkuverunum til fjölbreyttrar framleiðslu. Meðal fyrirtækja sem njóta góðs af starfseminni má nefna Bláa Lónið, snyrtivöruframleiðendur, auk líftækni- og fiskeldisfyrirtækja.

Auðlindagarðurinn sem þróaður hefur verið í nágrenni orkuvera HS Orku á Suðurnesjum er einstakur í sinni röð. Hann boðar nýja framtíðarsýn og hvetur til enn frekari þróunar á nýtni afgangsstrauma frá orkuverunum.

Viltu verða partur af auðlindagarðinum? Hafðu samband!

Ný hugsun

Auðlindagarðurinn hefur sannað gildi sitt, sem sést þegar litið er til fjölda fyrirtækja í nágrenninu sem nýta affallið frá orkuverunum til eigin framleiðslu. Vaxtarmöguleikarnir eru nær óendanlegir og er Auðlindagarðurinn tilbúinn í samstarf við fyrirtæki með starfsemi á borð við lóðrétta gróðurhúsaræktun, þörungaræktun, fiskeldi og jafnvel annan sjálfbæran rekstur sem vitum ekki enn af!

Auðlindagarðurinn á Reykjanesi býður samkeppnishæft verð á endurnýjanlegri orku og sjálfbært frárennsli frá orkuverum sínum, auk skilvirkra flutningsleiða til meginlands Evrópu og Norður-Ameríku.

Steam
Brine
CO2
Electricity
Cold water
Hot water